Umhverfisstofnun umsjón

Snæfellsjökull er 11 km2, 1.446 m.

Snæfellsjökull minnkaði um helming á síðustu öld. Gígskálin er um 200 m djúp, hæsti hluti jökulsins er suður- og austurbarmur hennar. Hæst bera jökulþúfurnar þrjár; syðst og vestust er Vesturþúfa (1442 m), nokkru norðar og austar Miðþúfa (1446 m) en fyrir norðan og austan hana er Norðurþúfa (1390 m). Frá Reykjavík sjást Miðþúfa og Vesturþúfa. Glöggskyggnir þykjast sjá að jökullinn hafi hopað hratt undanfarin áratug svo að greina megi gígskálina þar sem hún liggur undir jökultoppnum.

Undir Snæfellsjökli er virk eldstöð (eldkeila) sem hefur myndast við mörg gos, síðast fyrir um 1.750 árum. Rekja má gossögu hans 700 þúsund ár aftur í tímann og flest gosin í toppgígnum hafa ýmist verið sprengigos eða hraungos. Frá ísaldarlokum hefur gosið yfir 20 sinnum í og við jökulinn og voru þrjú gosanna mikill þeytigos, fyrir 8000 árum, 4000 árum og 1750 árum. Háahraun heitir lítil tota af síðast nefnda hrauninu og hylur mestalla suðurhlíð Snæfellsjökuls. Hægt er að sjá fjallið frá Reykjavík, Reykjanesi og stórum hluta Vesturlands á sólríkum dögum.

Saga

Snæfellsjökull er sögusvið bókarinnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne, en söguhetjan ferðast að miðju jarðarinnar frá jöklinum. Einnig gerist skáldsagan Kristnihald undir Jökli, eftir Halldór Laxness, á þessum slóðum.

Verndun

Snæfellsjökull er innan samnefnds þjóðgarðar.


Á Græna kortinu:

Jökull

Þeir eru að bráðna hratt og geta horfið innan næstu 200 ára. Grunnvatnsbirgðir á Íslandi eru háðar bæði jöklum og úrkomu. Landslag á Íslandi er ennfremur sorfið og mótað af jöklum. Hér eru helstu jöklarnir kortlagðir.

Loftslagsbreytt svæði

Svæði sem gefa góð dæmi um fyrirsjáanleg áhrif loftslagbreytinga á alla plánetuna.

Eldfjall

Fjall sem er byggt upp af endurteknu hraunflæði. Ísland er eitt virkasta eldfjallasvæði Jarðar. Búast má við eldgosi á Íslandi hvenær sem er. Hér kortleggjum við helstu eldfjöll landsins.

Skilaboð: