Grand Hótel - Sigtún 38
105 Reykjavík

www.grand.is

Á Græna kortinu:

Vottað lífrænt

Undirstaða lífræns landbúnaðar er frjósemi jarðvegs, skiptiræktun, lífrænn áburður og velferð búfjár með nægri útivist, rými og lífrænu fóðri. Afurðir má selja með tilvísun til lífrænna aðferða ef óháð vottunarstofa  staðfestir að framleiðslan uppfylli staðla.

Grænt fyrirtæki

Fyrirtæki sem hlotið hafa vottun frá Norræna Svaninum.

Reiðhjólaathvarf

Góður staður til að kaupa, fá lánuð eða leigja hjól og önnur farartæki knúin mannafli. Félög og staðir þar sem hægt er að fá upplýsingar um öryggismál og kynningarstarf tengt hjólreiðum.

Umhverfisvæn ferðaþjónusta

Fyrirtæki eða stofnun sem hlotið hefur umhverfisviðurkenningu, starfar undir stefnu Grænna farfuglaheimila, uppfyllir skilyrði umhverfiskerfis Vakans eða er með alþjóðlega umhverfisvottun Earth Check eða Norræna Svaninn.

Heilsusamlegur veitingastaður

Áhersla er lögð á hollan og ferskan mat. Hráefni eru gjarnan lífrænt ræktuð, úr héraði. Árstíðauppskera, hráfæði eða grænmetisréttir eru í boði.

Reiðhjólaleiga

Staður þar sem hægt er að fá leigt hjól.

Lífrænar veitingar

Vottuð lífræn veitingaþjónusta. Enn er aðeins eitt fyrirtæki (hótel) vottað og býður það upp á lífrænt morgunverðarhlaðborð og nestispakka fyrir gesti. Óháð vottunarstofa staðfestir að starfsemin uppfylli reglur um lífræna framleiðslu við móttöku hráefna, geymslu og matreiðslu.

 

Vottanir og viðurkenningar:

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Ferðamálastofa veitir umhverfisverðlaun til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru veitt árlega.

 

Vottað lífrænt - Tún

Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu og matreiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt en metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar.

Svanurinn

Svanurinn, Norræna umhverfismerkið, er opinbert umhverfismerki Norrænu ráðherranefndarinnar. Merkið hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum. Vottun hverrar vörur gildir að hámarki til þriggja ára. Við endurnýjun vottunar þarf að uppfylla auknar kröfur sem eru í sífelldri þróun og aukast. Kröfurnar eru gerðar í samráði við yfirvöld, iðnaðinn, verslun og umhverfissamtök. Kröfurnar taka til alls lífsferils vörunnar/þjónustunnar, frá framleiðslu til úrgangs. Svanurinn tekur nú til 70 vöruflokka allt frá uppþvottalegi til húsgagna og hótela.

Skilaboð: