Heilsumatur.allthitt.is er lífrænt pöntunarfélag á netinu þ.e. þar er hægt að panta lífrænt ræktaðar matvörur í stærri einingum. Stefnumið fyrirtækisins er að lækka verð á lífrænum vörum almennt og stuðla þannig að bættri heilsu. Matvöruflokkarnir sem boðið er upp á til að byrja með eru: hnetur, fræ og þurkaðir ávextir, hunang o.fl. Allar vörur hjá heilsumatur.allthitt.is eru og verða lífrænt ræktaðar. Einnig er leitast við að hafa þær hráar (hiti aldrei yfir 48°C). Vörurnar eru lífrænt vottaðar af Soil Association.


Reykjavíkurvegur 22
220 Hafnarfjörður

5659977
http://heilsumatur.allthitt.is

Á Græna kortinu:

Græn verslun

Grænar verslanir hafa þá meginstefnu að bjóða upp á afurðir úr héraði, lífrænt- og umhverfisvottaðar vörur. Stærri matvöruverslanir s.s. Bónus, Nettó, Samkaup, Hagkaup og Krónan bjóða auk þess upp á æ stærra vöruúrval í grænum deildum sínum. 

Verslun með lífrænt framboð

Verslun eða vefverslun sem leggur aðaláherslu á að bjóða upp á lífrænt vottaðar vörur. Aðeins ein verslun hefur þó fengið lífræna vottun, þ.e. Matarbúr Kaju á Akranesi og í Reykjavík.

Skilaboð: