Aðalbúgrein á bænum er kartöflurækt(15 ha),en einnig kjötframleiðsla,kindur og svín auk nokkurra landnámshænsna.Á fóðrum eru 35 ær og 10 gyltur.

Svínin eru alin við vistvænar aðstæður sem kallað er, en sú reglugerð, sem þar er fylgt, er nokkuð frábrugðin þeirri sem gildir um  verksmiðjubúin.Á Miðskeri eru svínin alin á heimaræktuðu korni og kartöflum,með fóðri frá Fóðurblöndunni. Gylturnar ganga lausar í rúmgóðum stíum og dýrin fá ríflega af hálmi og heyi inn í stíurnar tvisvar á dag,en það er mjög þýðingarmikið, eykur vellíðan dýranna, dregur úr stressi,og eykur gæði kjötsins.

Tegund bús: Kartöflurækt, svínarækt, sauðfé.
Til sölu: Kartöflur. Svínakjöt, ferskt og frosið eftir óskum kaupenda.
Tökum á móti: Einstaklingum.
Opnunartími árs: Allt árið.
Annað: Fjölbreytt ferðaþjónusta og afþreying er í næsta nágrenni.


Miðsker
781 Höfn í Hornafirði

4781124
8630924
midsker@simnet.is

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Vottanir og viðurkenningar:

Í Ríki Vatnajökuls WOW!

Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasi Suð-Austurlands. Hlutverk klasans er markaðssetning svæðisins með áherslu á veturinn, vöruþróun og uppbyggingu á innviðum og samstarfi. Markmið er að bæta nýtingu, afkomu og arðbærni í ferðaþjónustu á Suð-Austurlandi og markaðssetja matvæli og ferðaþjónustuna undir sameiginlegu vörumerki; Í Ríki Vatnajökuls WOW!.

Afurð úr Ríki Vatnajökuls WOW!

Í Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasi Suð-Austurlands. Hlutverk klasans er markaðssetning svæðisins með áherslu á veturinn, vöruþróun og uppbyggingu á innviðum og samstarfi. Markmið er að bæta nýtingu, afkomu og arðbærni í ferðaþjónustu á Suð-Austurlandi og markaðssetja matvæli og ferðaþjónustuna undir sameiginlegu vörumerki; Í Ríki Vatnajökuls WOW!.

Matvælaframleiðendur í klasanum geta merkt framleiðslu sína með þessu upprunamerki; Afurð úr Ríki Vatnajökuls.

Frá fyrstu hendi

„Frá fyrstu hendi” og hugtakið „Sveitamatur” eru gæðamerki á matvælum íslenskra sveita, þar sem megin þættir framleiðslunnar byggja á íslensu hráefni og íslenskri framleiðslu. Með íslensku hráefni er átt við hráefni frá landbúnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Með framleiðslu er átt við framleiðslustað, hráefni, starfskrafta, reynslu, þekkingu og sögu- og menningarlegar hefðir.

Einungis félagsmenn í samtökunum Beint frá býli mega nota gæðamerkið „Frá fyrstu hendi” að undangenginni umsókn og að uppfylltum skilyrðum fyrir notkun gæðamerkisins.

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: