Holtsel er upphaflega svokölluð hjáleiga frá Grund og er fyrst og fremst  kúabú. Fjósið var byggt 1975.   Það var endurbyggt 2006 og breytt í lausgöngufjós. Í því eru 64 básar fyrir mjólkurkýr og að auki legubásar fyrir öll gjeldneyti og herbergi fyrir yngstu kálfana þannig að það rúmar um það bil 120 gripi. Framleiðslan hófst 23 apríl 2006 á rjómaís og eru ábúendur í Holtseli fyrstir íslenskra bænda til að framleiða mjólkur- og rjómaís úr eigin mjólk. Þá er einnig framleiddur rjómaís fyrir sykursjúka í fjórum bragðtegundum. Ávaxtaís eða sorbe t.d. fyrir þá sem eru með mjólkur- og eða eggjaóþol. Í hefðbundnum rjómaís eru til yfir 300 uppskriftir og það bætist við ein við á mánuði.
Í sorbe eru í boði yfir 100 bragðtegundir. En auðvitað er ekki nema lítill hluti af þessu á boðstólum í einu.

Í Holtseli er rekin Beint frá býli verslun sem býður upp á ýmsar vörur Beint frá býli framleiðenda út um land allt. Má þar til dæmis finna kiðlingakjöt, lífrænt lambakjöt, vistvænt svínakjöt, hákarl, taðreyktan silung, sultur, saftir, hlaup, kryddsultur og mjöl vörur svo sem hrökkkex, byggflögur, bankabygg og margt fleira.

Tegund bús: Kúabú, landnámshænur.
Til sölu: Heimagerður rjómaís, sorbe, og ís fyrir sykursjúka og fólk með mjólkuróþol. Fersk egg.
Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.
Opnunartími árs: Íssala allt árið. Kaffihús júní til september og eftir samkomulagi á öðrum árstímum.
Aðstaða: Ísbar, kaffihús, snyrting og aðstaða fyrir fatlaða.
Annað: Stutt í alla almenna þjónustu og afþreyingu á Akureyri og nágrenni.


Holtssel
601 Akureyri

4631159
http://www.holtsel.is

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Vottanir og viðurkenningar:

Matur úr Eyjafirði - matur úr héraði

Matur úr Eyjafirði/Matur úr héraði – Local food er félag sem vinnur að framgangi eyfirskrar matarmenningar í víðum skilningi. Verkefnið byggist á hugmyndafræði hægrar matarmenningar - Slow Food og er afrakstur klasasamstarfsi ýmissa aðila í matvælaframleiðslu, veitingarekstri og ferðaþjónustu í Eyjafirði. Merkið er ekki vottun sem slík en auðkennir svæðisbundna framleiðslu og þjónustuframboð þeirra sem taka þátt í verkefninu.

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Frá fyrstu hendi

„Frá fyrstu hendi” og hugtakið „Sveitamatur” eru gæðamerki á matvælum íslenskra sveita, þar sem megin þættir framleiðslunnar byggja á íslensu hráefni og íslenskri framleiðslu. Með íslensku hráefni er átt við hráefni frá landbúnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Með framleiðslu er átt við framleiðslustað, hráefni, starfskrafta, reynslu, þekkingu og sögu- og menningarlegar hefðir.

Einungis félagsmenn í samtökunum Beint frá býli mega nota gæðamerkið „Frá fyrstu hendi” að undangenginni umsókn og að uppfylltum skilyrðum fyrir notkun gæðamerkisins.

Skilaboð: