Allar móttökustöðvar fyrir spilliefni eru staðsettar hér á Endurvinnslukorti Náttúrunnar. Spilliefnunum er síðan komið til Efnamóttökunnar hf. sem sérhæfir sig í meðhöndlun og frágangi á spilliefnum til eyðingar eða endurnýtingar. Fyrirtækið vinnur samkvæmt reglum gæðastaðalsins ISO 9002 og er eini sérhæfði aðilinn í móttöku spilliefna á Íslandi.


Gufunes
112 Reykjavík

5592200
efnamottakan@efnamottakan.is
efnamottakan.is

Á Græna kortinu:

Endurvinnsla

Helstu fyrirtæki og samlög sem taka á móti flokkuðum úrgangi. Einnig fagráð og sjóður sem hafa með endurvinnslumál að gera. Sjá fræðsluefni og nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á Endurvinnslukortinu hér á vefnum eða náðu þér í Endurvinnslukorts-appið.

Umhverfisstýrt fyrirtæki

Fyrirtæki sem hafa vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar.

Vottanir og viðurkenningar:

ISO 14001

ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðallinn er til þess að hjálpa fyrirtækjum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sínum, uppfylla gildandi umhverfisreglugerðir, starfsleyfisákvæði og þar fram eftir götunum. ISO 14001 leggur áherslu á það hvernig varan er framleidd en ekki vöruna sjálfa. Vottun umhverfisstjórnunarkerfisins er framkvæmd af hlutlausum þriðja aðila.

Skilaboð: