Garðakot
871 Vík

Á Græna kortinu:

Vottað lífrænt

Undirstaða lífræns landbúnaðar er frjósemi jarðvegs, skiptiræktun, lífrænn áburður og velferð búfjár með nægri útivist, rými og lífrænu fóðri. Afurðir má selja með tilvísun til lífrænna aðferða ef óháð vottunarstofa  staðfestir að framleiðslan uppfylli staðla.

Vottuð náttúruafurð

Afurðir byggðar á sjálfbærri nýtingu auðlinda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Náttúruafurð er meðhöndluð frá og með söfnun til síðustu pökkunar eða merkingar eins og um lífræna afurð væri að ræða, en er auðkennd sem vottuð náttúruafurð.

Vottanir og viðurkenningar:

Vottað lífrænt - Tún

Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu og matreiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt en metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar.

Vottuð náttúruafurð - Tún

Vottunarstofan Tún hefur þróað staðla og vottunarkerfi fyrir afurðir sem ekki teljast lífrænar, en eru af náttúrulegum uppruna. Þetta eru afurðir byggðar á sjálfbærri nýtingu auðlinda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Náttúruafurð er meðhöndluð frá og með söfnun til síðustu pökkunar eða merkingar eins og um lífræna afurð væri að ræða, en er auðkennd sem vottuð náttúruafurð.

Skilaboð: