Tegund bús: Hestakennsla og þjálfun. Hestasýning á mörgum tungumálum. Tómatarækt.
Opnunartími: Opnar hestasýningar í júní til ágúst, þriðjudaga og fimmtudaga kl: 14:00. Síðan fram í október fyrir hópa eingöngu eftir pöntunum.
Við tökum á móti: Gestum á öllum aldri. Hestasýningar er hægt að panta fyrir hópa á ensku, þýsku, frönsku, spænsku, dönsku, sænsku og pólsku.
Leiðsögn: Panta má leiðsögn fyrir hópa um gróðurhúsin eftir hestasýningar.
Aðstaða: Hægt að fá sér sæti og góð aðstaða fyrir nesti á sýningarvelli. Kaffisopi, salerni.
Annað: Sala á tómötum. Hægt að greiða með korti.


Friðheimar
801 Selfoss

4868815
8971915
fridheimar@centrum.is
fridheimar.is

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Opinn landbúnaður

Opinn landbúnaður gefur almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins.

Vottanir og viðurkenningar:

Opinn landbúnaður

Velkomin í sveitina!
Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Merki Opins landbúnaðar er ekki vottun sem slík heldur merki sem auðkennir öll býlin sem eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands undir nafni Opins landbúnaðar. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.
Áður en heimsókn er ákveðin er gott að hafa í huga mismunandi aðstæður á bæjunum, t.d. salernisaðstöðu, möguleika á að tylla sér og snæða nesti og annað þess háttar.
Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga.

Skilaboð: