Heilsa ehf er elsta fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á lífrænum matvörum, jurtum  fæðubótarefnum og  vistvænum snyrtivörum og hreingerningarvörum. Félagið hefur verið starfrækt í tæp 40 ár. Heilsa flytur inn vörur frá flestum Evrópulöndum, Skandinavíu, Bandaríkjunum og Kanada.

Við leggjum mikið uppúr gæðum og er öll matvara okkar lífrænt vottuð og vítamínin eru ýmist lífræn eða náttúrulega án auka og rotvarnarefna. Vörurnar frá Heilsu fást í öllum heilsubúðum, apótekum og matvöruverslunum á Íslandi. Hér í sérverslun Heilsu á Náttúrumarkaði eru aðeins um vörukynningu að ræða en fást keyptar á öllum verslunum sem kaupa vörur frá heildsölu Heilsu ehf.


Bæjarflöt 1
112 Reykjavík

(00354)5333232
http://www.heilsa.is

Á Græna kortinu:

Græn verslun

Grænar verslanir hafa þá meginstefnu að bjóða upp á afurðir úr héraði, lífrænt- og umhverfisvottaðar vörur. Stærri matvöruverslanir s.s. Bónus, Nettó, Samkaup, Hagkaup og Krónan bjóða auk þess upp á æ stærra vöruúrval í grænum deildum sínum. 

Heildsala með lífrænar vörur

Heildsala sem leggur aðaláherslu á að bjóða upp á lífrænt vottaðar vörur.

Verslun með lífrænt framboð

Verslun eða vefverslun sem leggur aðaláherslu á að bjóða upp á lífrænt vottaðar vörur. Aðeins ein verslun hefur þó fengið lífræna vottun, þ.e. Matarbúr Kaju á Akranesi og í Reykjavík.

Skilaboð: