Tegund bús: Sauðfjárbú, 500 kindur ásamt hestum og tveimur fjárhundum.
Opnunartími: Opið alla daga yfir vetrartímann þegar fé er á húsi og fram yfir sauðburð.
Við tökum á móti: Hópum, skólabörnum og einstaklingum á öllum aldri. Enskukunnátta.
Leiðsögn: Tekið er á móti gestum og hægt að panta leiðsögn um búið.
Annað: Landnámsjörð með merka sögu. Í Bjarnarhöfn er einnig safn og ferðaþjónusta tengd hákarlaverkun og sögu staðarins. Pantanir fyrir það í síma 438-1581


Bjarnarhöfn
340 Stykkishólmur

4381582

Á Græna kortinu:

Álfabyggð

Trú á álfa og tröll er sennilega tengd keltneskri arfleifð okkar, sem og óbilgjarnri náttúru og veðráttu. Hér kortleggjum við helstu staði sem taldir eru vera byggðir álfa, anda eða annarra yfirnáttúrulegra fyrirbæra.

Opinn landbúnaður

Opinn landbúnaður gefur almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins.

Vottanir og viðurkenningar:

Opinn landbúnaður

Velkomin í sveitina!
Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Merki Opins landbúnaðar er ekki vottun sem slík heldur merki sem auðkennir öll býlin sem eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands undir nafni Opins landbúnaðar. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.
Áður en heimsókn er ákveðin er gott að hafa í huga mismunandi aðstæður á bæjunum, t.d. salernisaðstöðu, möguleika á að tylla sér og snæða nesti og annað þess háttar.
Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga.

Skilaboð: