Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, var formlega stofnað 27.febrúar 2014. Markmið félagsins er verndun náttúru og umhverfis Mývatnssveitar, sjálfbær umgengni sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með fræðslu, hvatningu og umræðu um náttúruverndarmál. Á stefnuskrá félagsins eru m.a. fræðslufundir um fráveitumál, sorpmál, jarðvarmavirkjanir, landgræðslu og sjálfbærni í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.


Skilaboð: