Snæfellsjökull
360 Hellissandur

4366860
umhverfisstofnun.is/snaefellsjokull/

Á Græna kortinu:

Melrakki

Melrakkinn er norðlægasta refategundin og er útbreiddur á strandsvæðum og eyjum allt í kringum Norðurheimskaut. Hér kortleggjum við helstu útbreiðslustaði, þjónustuaðila og upplýsingaveitur.

Þjóðgarður

Vernduð svæði sem eru í umsjá og eigu ríkisins. Svæðin eru talin einstök með tilliti til landslags, dýralífs, gróðurfars eða menningar. Gestir eru velkomnir  og til staðar er aðstaða til að upplifa og fræðast um náttúru hvers svæðis. Íslenskir þjóðgarðar einkennast aðallega af eldfjallalandslagi, jöklum, hraunum og jarðmyndunum.
Flokkur II – skv. viðmiði IUCN.

Umhverfisvæn ferðaþjónusta

Fyrirtæki eða stofnun sem hlotið hefur umhverfisviðurkenningu, starfar undir stefnu Grænna farfuglaheimila, uppfyllir skilyrði umhverfiskerfis Vakans eða er með alþjóðlega umhverfisvottun Earth Check eða Norræna Svaninn.

Vottanir og viðurkenningar:

EarthCheck Gold Certified

EarthCheck (áður Green Globe) er viðmiðunar-og vottunarkerfi sem stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu. Það er byggt á Dagskrá 21 og gefur fyrirtækjum og samfélögum tækifæri á að vinna á markvissan hátt að umhverfismálum. EarthCheck leggur áherslu á þá meginþætti tengda umhverfinu, félags- og efnahagsmálum sem hafa mest áhrifa á umhverfið. Fyrirtæki í ferðaþjónusta og samfélög innan EarthCheck eru að finna um allan heim og í helstu greinum innan ferðaþjónustunnar. EarthCheck Gold Certified er merki þeirra fyrirtækja og og samfélaga sem náð hafa EarthCheck fullnaðarvottun.

Skilaboð: