GOTS stendur fyrir Global Organic Textile Standard eða Alþjóðlegi staðallinn fyrir lífræna vefnaðarvöru. Merkið er rekið af fjórum samtökum um lífræna rækun eða OTA (USA), IVN (Germany), Soil Association (UK) og JOCA (Japan) sem sammælast um kröfur fyrir lífræna vefnaðarvöru.
Samkvæmt kröfum merkisins þarf vefnaðarvara að vera í að minnsta framleidd úr 95% lífrænt ræktuðum trefjum og framleiðslan þarf að vera hvoru tveggja umhverfislega og félagsleg ábyrg. Einnig er hægt að fá vottun fyrir vefnaðarvöru sem inniheldur minna en 95% af lífrænt ræktuðum trefjum ef bómullinn kemur sannarlega frá ræktun sem er að vinna að því að ná lífrænni vottun.

Vefsíða: http://www.global-standard.org/

Skilaboð: