Lífræn vottun samkvæmt stöðlum og reglum Evrópusambandins. Framleiðsla á vörum sem eru vottaðar með þessu merki skal taka tillit til umhverfis og velferð dýra. Merkið má finna á vörum sem eru framleiddar í ótal Evrópusambandsríkjum. Evrópusambandið gerir kröfu um að yfirvöld í viðkomandi ríki hafi eftirlit með framleiðendum og vörum. Eftirlitinu er ætla að tryggja að vörurnar séu ósviknar og að kröfum til framleiðsluaðferða sé fylgt. Í það minnsta einu sinni á ári láta yfirvöld kanna að framleiðendur standist kröfur um lífræna rætkun. Merkið nær ekki yfir orku- eða samgönguþætti.

Skilyrði um lífræna ræktun fjalla til dæmis um að: sáðvara, áburður og varnarefni þurfa að vera af náttúrulegum toga, að skiptiræktun sé stunduð í stað síræktunar og að búfé fái lífrænt fóður.

Vefsíða: http://ec.europa.eu/agriculture/organic/index_en.htm

Skilaboð: