Ein helstu markmið Fairtrade (sanngirnisvottun/réttlætismerki) eru að: Tryggja bændum og vinnufólki sanngjörn laun fyrir vinnu sína og framleiðsluvörur þannig að þau fái tækifæri til að nýta möguleika sína og afla sér öruggs lífsviðurværis á sjálfbærum nótum og vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að vinna gegn barnaþrælkun og hvers konar ofbeldi og misnotkun á börnum. Að hvetja framleiðendur til að vernda umhverfið sem þeir búa og starfa í. Að vinna að því að hvers konar óréttlæti og mismunun á grundvelli kynstofns, litarháttar, kynferðis, trúarbragða, pólitískra skoðana, þjóðfélagsstöðu eða stéttar heyri sögunni til.

Fairtrade er einnig þekkt undir nafninu Fairtarde Max Havelaar í Hollandi, Frakklandi og Sviss.

Vefsíða: http://fairtrade.org.uk/

Skilaboð: