Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun, sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi ellegar næsta virka dag á eftir. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Náttúran er ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

Gæðaeftirlit
Náttúran er ehf. kappkostar að hafa einungis gæðavörur til sölu í netverslun sinni. Því er þess óskað að kaupandi geri okkur viðvart ef hann hefur athugasemdir um vöruna eða skráningu hennar, jafnvel þótt hún uppfylli ekki skilyrði þess að vera skilað og endurgreidd.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara, þó ekki eftir að varan hefur verið sett í körfu.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. Reikningar eru sendir út í Pdf-útgáfu með tölvupósti.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.


Skilareglur:

Ferskvörur
Ferskvörum fæst ekki skilað nema ljóst sé að þær hafi verið sendar skemmdar eða gallaðar frá Náttúran er ehf. Í þeim tilvikum þarf að láta vita svo fljótt sem auðið er.

Aðrar vörur en ferskvörur
Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð(ur) með vörur sem þú hefur keypt í netverslun okkar, getur þú skilað þeim innan 14 daga til móttöku okkar og fengið þær endurgreiddar innan 45 daga. Til að hægt sé að skila vöru þarf hún að vera í upprunalegum umbúðum og ef varan er innsigluð þá má innsiglið ekki vera rofið. Óskir þú eftir því að skila vöru, biðjum við þig vinsamlegast að geyma bæði kvittun fyrir vörukaupunum og umbúðirnar sjálfar og hafa samband í síma 480 1500 eða með tölvupósti til nature@nature.is

Ef þú hefur fengið senda ranga eða gallaða vöru, vinsamlegast hafðu þá strax samband í síma +354 483 1500 eða með netpósti á netfangið nature@nature.is og við endurgreiðum þér að sjálfsögðu allan útlagðan kostnað.

Birt:
12. október 2008
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Skilmálar og skilareglur“, Náttúran.is: 12. október 2008 URL: http://nature.is/d/2007/04/10/skilareglur/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. apríl 2007
breytt: 13. apríl 2010

Skilaboð: