Ný útgáfa Græna kortsins yfir Ísland birtist nú hér á vefnum á fimm tungumálum, íslensku og ensku eins og í fyrri útgáfum og á þremur nýjum málum, þýsku, ítölsku og frönsku. Með því að auka við málaflóruna hefur Græna kortið nú möguleika á að ná til mun stærri hóps jarðarbúa en áður.

Þýsku þýðinguna vann Kathrin Schymura, ungur þroskaþjálfi sem hefur einnig starfað að samfélagstengdum verkefnum. Ítölsku þýðinguna vann Chiara Ferrari Melillo, landfræðingur, umhverfisleiðbeinandi og sérfræðingur í stjórn þjóðgarða, en hún vann einnig með okkur að þróun nýju útgáfu Græna kortsins hér á Íslandi allt síðastliðið sumar. Dominique Plédel Jónsson formaður Slow Food þýddi Græna kortið á frönsku.

Aðrir þýðendur sem komið hafa við sögu í starfi Náttúrunnar til þessa eru Ingibjörg Elsa Björnsdóttir sem lengst af hefur þýtt efni á og af ensku. Tryggvi Hrólfsson hefur þýtt á ensku. Paul Hermann og Sigurður H. Pálsson hafa unnið við prófarkalestur. Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri og stofnandi vefsins hefur auk þess að skrifa flest efni á vefinn, þýtt á og af ensku og þýsku. 

Skoða Græna kortið.

Birt:
3. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænt kort af Íslandi í nýrri útgáfu á 5 málum“, Náttúran.is: 3. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/02/03/natturan-naer-nu-til-breidari-hops/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 31. júlí 2014

Skilaboð: