Vörurleitin á Náttúrumarkaði gefur þér kost á að þrengja leitina til að finna vörur sem uppfylla þær kröfur sem þú gerir til framleiðanda, merkingar eða viðurkenndrar vottunar. Sjá hér til hægri undir Vöruleit á Náttúrumarkaði. Vöruleitin nýtist vel til vistvænna innkaupa opinberra aðila jafnt sem fjölskyldunnar.

Allar vörur sem skráðar eru á Náttúrumarkað koma upp í Vöruleit, hvort sem þær ...

Fyrsta sáðalmanak fyrir árið 2012 lítur nú dagsins ljós en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.

Efnið er unnið úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á ...

Landvernd hefur sent iðnaðarráðherra bréf þar sem samtökin hvetja ráðherra til að gefa Orkustofnun fyrirmæli um áframhaldandi bann við útgáfu rannsóknaleyfa vegna mögulegra vatnsafls- og jarðvarmavirkjana. Fyrirmæli um slíkt bann voru gefin út í júlí 2011, en þau gilda þangað til tillaga til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landssvæða hefur verið afgreidd á Alþingi, en þó ekki lengur en til ...

31. janúar 2012

Í ár eru tíu ár liðin frá því að Landvernd innleiddi Bláfánaverkefnið á Íslandi. Verkefnið felst í því að veita rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda viðurkenningu fyrir vistvæna starfshætti og þjónustu sem stuðlar að verndun umhverfisins við sjóinn. Um er að ræða viðurkenningu í formi fána sem ætlað er að vekja verðskuldaða athygli á því að handhafinn uppfylli kröfur Bláfánans og ...

31. janúar 2012

Í framhaldi af tilkynningu Neytendasamtakanna og hugmynd um birtingu eftirlitsskýrslna, birtir Náttúran nýja eftilitsskýrslu umálið. Broskarlahugmyndin (sjá grein) hefur ekkert komið formlega til heilbrigðiseftirlita, en þessi hugmynd hefur komið fram, verið rædd og margir hafa kynnst framkvæmdinni bæði á fyrirlestrum Norrænu matvælaþinganna og eins á vettvangi í Danmörku.

REGLUGERÐ um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með matvælum.

1. gr.

Markmið og ...

Kristin Vala Ragnarsdottir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, hefur verið kjörin varaformaður The Balaton Group, sérfræðingahóps um sjálfbærni.

Balaton hópurinn hefur hist árlega síðan 1982 til að ræða efni sem tengjast sjálfbærni, en hópurinn hélt m.a. vinnuviku hér á landi í september 2010 og þar af voru tveir ráðstefnudagar opnar almenningi. Þar velti hópurinn fyrir sér spurningunni – eru ...

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands vilja að leyfi Orf-líftækni til að rækta erfðabreytt bygg til lyfjagerðar í gróðurhúsi Landbúnaðarháskólans á Reykjum verði afturkallað. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn samtakanna hefur sent frá sér.

Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands lýsir yfir stuðningi við þau andmæli, sem samtök og fyrirtæki á sviði náttúruverndar og heilsuræktar hafa þegar sent frá sér til Umhverfisstofnunar, umhverfisráðuneytis, landbúnaðar- og ...

Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hvalaskoðunarfyrirtækisins Elding / Hvalaskoðun Reykjavík ehf. hlaut í gær viðurkenningu FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri. Rannveig Grétarsdóttir stofnaði og stýrir Eldingu og hefur gert fyrirtækið að einu framsæknasta fyrirtæki landsins á sviði umhverfismála en Elding hefur EarthCheck vottun og Bláfánaveifuna.

Náttúran.is óskar Rannveigu hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

Ljósmynd: Rannveig Grétarsdóttir, af vef Eldingar.

 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í dag stjórnvöldum í 13 ESB ríkjum lokafrest til að bæta lífsskilyrði varphæna. Ella yrði gripið til lögsóknar að tveimur mánuðum liðnum.

Könnun hefur leitt í ljós að sjöunda hver varphæna í Evrópu - 47 milljónir af 330 milljónum - er látin hýrast í búri, sem er ekki stærri en vélritunarblað. Samkvæmt lögum frá 1999, sem gengu í gildi ...

27. janúar 2012

Geimferðastofnun Bandaríkjanna birti nýja gervitunglamynd af Jörðinni í gær. Upplausn ljósmyndarinnar er mikil og sýnir jörðina í áður óséðu ljósi.

Það var Suomi NPP gervitunglið sem náði myndinni. Gervitunglinu var skotið á loft seint á síðasta ári. Því er ætlað að fylgjast með og rannsaka veðurfar jarðarinnar.Myndin er kölluð „Blue Marble 2012" og er það vísun í ljósmynd sem ...

27. janúar 2012

Neytendasamtökin hafa farið fram á að eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa um framleiðendur og seljendur matvæla verði opinberaðar þannig að neytendur séu upplýstir um ástand veitingastaða, matvöruverslana, ísbúða, bakaría og annarra staða sem selja matvæli. Leggja samtökin til að tekið verði upp svokallað broskarlakerfi að danskri fyrirmynd og skýrslur birtar á netinu og hengdar á áberandi stað í glugga eða við inngang.

Neytendasamtökin ...

26. janúar 2012

Landvernd hvetur Alþingi til að samþykkja eins fljótt og auðið er frumvarp 59/140 um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál sem kveður á um skyldu stjórnvalda til að eiga frumkvæði að upplýsingagjöf vegna mengunar.

Á skömmum tíma hafa komið upp tvö alvarleg dæmi um að stofnanir hafi ekki upplýst almenning um mengun í þeirra nánasta umhverfi. Annars vegar ...

25. janúar 2012

Fyrir skemmstu keypti Vogaskóli, fyrstur íslenskra skóla, Kindle spjaldtölvur frá Amazon fyrir hluta nemenda sinna. Þetta er liður í þróun frá prentuðu námsefni til rafræns efnis. Skömmu síðar kynnti Apple tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn innkomu sína á námsefnismarkaðinn með iBooks Author sem er ókeypis tól til að framleiða gagnvirkar kennslubækur. Þær virka reyndar aðeins á iPad, spjaldtölvu Apple, í allri sinni ...

Þann 31. janúar nk. munu fjölskyldubú vestan hafs taka þátt í fyrstu umferð lögsóknar til varnar þeim bændum sem orðið hafa fyrir því að fá erfðabreytt fræ sem risafyrirtækið Montano hefur „einkaleyfi“ á yfir á akra sína, með þeim afleiðingum að lífrænir bændur og aðrir bændur sem stunda ekki erfðabreytta ræktun hafa orðið fyrir því að uppskera þeirra hefur mengast ...

Umhverfisvæn steinsteypa sem Ólafur H. Wallevik prófessor hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og erlendir samstarfsaðilar hafa þróað hefur vakið mikla athygli á Heimsþingi hreinnar orku sem nú stendur yfir í Abu Dhabi.

Kolefnisspor nýju steypunnar er aðeins rétt um fjórðungur þess sem önnur steypa af sama styrkleikaflokki hefur.

Íslenskt kísilryk frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er megin bindiefnið sem gerir það að verkum ...

20. janúar 2012

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa státað sig af umhverfisvottun á starfsemi sinni frá árinu 2008, þau einu á Íslandi. Til þess að viðhalda slíkri vottun er krafist vöktunar á auðlindanýtingu og ýmsum umhverfisþáttum auk stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum. Árlega er starfsemin tekin út af óháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun. Rétt fyrir jólin kom á svæðið úttektaraðili til þess ...

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 27. - 30. jan. en gott er að hefja undirbúning talningar allt að viku áður með því að lokka að fuglana með fóðurgjöfum. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga, skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda ...

Vefsíðan www.vitamin.is var opnuð rétt fyrir áramót. Síðan er unnin af starfsfólki Icepharma með það að markmiði að veita upplýsingar um þær vítamínlínur og bætiefni sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. "Á vitamin.is er líka að finna almennan fróðleik um vítamín og bætiefni auk frétta af ýmsu sem er að gerast hér á landi og erlendis ...

18. janúar 2012

Landvernd efnir til opins fundar um stjórnun þjóðgarðsins á Þingvöllum og álag á vistkerfi Þingvallavatns. Fundurinn átti upphaflega að vera haldinn í Norræna húsinu, í dag þriðjudaginn 17. janúar en hefur verið frestað v. veikinda til þriðjudagsins 24. janúar kl. 12-13:30.

Sigrún Helgadóttir flytur fyrirlestur undir heitinu ,,Þingvellir, alvöru þjóðgarður?“ og Hilmar J. Malmquist flytur fyrirlesturinn ,,Þingvallavatn: Dýrmætt vistkerfi ...

17. janúar 2012

Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Eins og undanfarin ár er Solla tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Það er mikill heiður fyrir Sollu að vera enn á ný tilnefnd ásamt öllum þeim bestu í faginu ...

Á mánudaginn leið afhenti Landsbankinn 17 aðilum umhverfisstyrki sem auglýstir höfðu verið lausir til umsóknar í nóvember 2011. Umhverfisstyrkjunum er ætlað er að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir byggja á nýrri stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur í samfélaginu. Sjá nánar í frétt hér.

Eitt af verkefnunum sem fengu styrk var Endurvinnslukort sem Náttúran ...

Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla og fóðurs er langþráð réttarbót sem verður öllum landsmönnum, atvinnulífi þeirra og heilbrigði til heilla.

Íslendingum er ekki alltaf sýnt um lög og reglur og því er fréttnæmt þegar sett er reglugerð sem sannarlega er öllum borgurum landsins til hagsbóta. Frá og með 1. janúar nýtur þjóðin þess að reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla (og ...

14. janúar 2012

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur selt iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu hér á landi í að minnsta kosti 13 ár. Matvælastofnun heimilaði sölu á umframbirgðum af slíku salti þótt það sé brot á matvælalögum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er mjög ósátt við málið.

Mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins hafa notað iðnaðarsalt við framleiðslu sína síðustu 13 ár. Ölgerð Egils Skallagrímssonar, sem flutti saltið inn, segist ...

13. janúar 2012

Landsbankinn og Íslandsstofa standa fyrir málþingi um fjárfestingar í ferðaþjónustu miðvikudaginn 25. janúar nk. frá kl. 10:00-15:00 á Hilton Nordica hóteli.

Fyrirlesarar, bæði innlendir og erlendir, fjalla um efnið frá ýmsum hliðum og boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Þátttaka er endurgjaldsslaus og fer skráning fram á islandsstofa@islandsstofa.is og í síma 511 4000. Nánari upplýsingar ...

Fuglavernd styður eindregið niðurstöðu meirihluta svartfuglanefndar Umhverfisráðuneytisins.

Veiðar, þar með talin eggjataka, eru ekki sjálfbærar úr stofnum sem ná ekki að viðhalda stofnstærð sinni af einhverjum orsökum, t.d. vegna fæðuskorts.  Hrun í varpstofnum margra íslenskra sjófuglastofna er staðreynd. Ástundun veiða úr hnignandi stofnun er siðlaus umgengni við náttúruna, óháð magni veiddra fugla. Veiðibann er eina siðlega viðbragðið við stofnhruni ...

Snævarr Guðmundsson landfræðingur og leiðsögumaður er gestur Græna netsins, félags jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina á fundi í Golfskálanum á Seltjarnarnesi um myrkurgæði og ljósmengun. Snævarr hefur kannað ljós og myrkur að næturlagi á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og komist að því meðal annars að ljósmengun í einstökum sveitarfélögum er mest í Kópavogi, sem er þeirra upplýstast – en myrkrið ...

12. janúar 2012

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær tillögur um friðlýsingu Skerjafjarðar.

Kosið var um tillögurnar í tvennu lagi. Annars vegar var kosið um friðlýsingu í Kópavogi og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Hins vegar var kosið um friðlýsingu Fossvogs. Hún var samþykkt með öllum atkvæðum meirihlutans í bæjarstjórn, tveir bæjarfulltrúar sátu hjá og þrír bæjarfulltrúar greiddu atkvæði ...

12. janúar 2012

Til Umhverfisstofnunar

Í gær þriðjudaginn 10. janúar bárust þau tíðindi í fréttum Ríkisútvarpsins að þann dag hafi orðið umtalsvert tjón í gróðrarstöðinni Barra hf. nærri Egilsstöðum og að meðal þess hafi verið gróðurhús þau sem hýsa ræktun á erfðabreyttu byggi fyrir líftæknifyrirtækið Orf Líftækni hf. Fram kom að margar plötur höfðu fokið af húsunum sem standa ...

Landsbankinn veitti í dag 5 milljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans en að þessu sinni voru veittir 17 styrkir. Ríflega 130 umsóknir bárust. 

Í tilkynningu segir að styrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur.

„Dómnefnd um úthlutun umhverfisstyrkja að þessu sinni var skipuð ...

09. janúar 2012

Nú hefur vefur Náttúrunnar verið í þjónustu umhverfisins í næstum 5 ár og langaði mig því að skoða þann möguleika að vefurinn yrði tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt eru árlega á vegum SVEF Samtaka vefiðnaðarins. Að baki hugmyndar minnar liggja ýmsar forsendur sem mér sem frumkvöðuls verkefnisins finnst kannski ekki endilega við hæfi að ég tiltaki sjálf heldur er ...

Í grein í Fréttablaðinu 30. desember fordæmir Eiríkur Sigurðsson almannasamtök í Hveragerði og víðar fyrir andstöðu við leyfi sem Orf Líftækni var veitt til ræktunar á erfðabreyttu lyfjabyggi í gróðurhúsum á svæðinu. Leyfið var veitt til afmarkaðrar notkunar sem á mannamáli merkir að tryggt skuli að umhverfið geti ekki mengast af völdum hinna erfðabreyttu plantna sem í húsunum eru ræktaðar ...

Þann 1. janúar sl. tók gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs. Náttúran.is beindi þeirri spurningu til Matvælastofnunar þ. 3. jan. sl. „hvernig eftirliti og merkingum á matvörum með erfðabreyttu innihaldi skuli háttað og hvort að enn séu á markaði vörur sem ekki hafa verið merktar skv. hinni nýju reglugerð og ef ...

Á bæjarráðsfundi í Hveragerðis nú í morgun var lögð fram greinargerð (sjá greinargerðina) um forsendur og álitamál vegna fyrirhugaðrar ræktunar erfðabreyttra lífvera að Reykjum í Ölfusi og hún tekin til umfjöllunar.

Ennfremur var lögð fram skýrsla unnin af „Kynningarátaki um erfðabreyttar lífverur“ en að því standa Landvernd, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Náttúrulækningafélag Íslands, Neytendasamtökin, Slow food Reykjavík og Vottunarstofan Tún ...

Jarðhitavirkjanir eru að miklu leyti sambærilegar við námavinnslu. Jarðhitavatninu er dælt í miklu magni upp úr jarðhitageyminum, og þannig er sú náttúrulega hringrás sem til staðar er gerð miklu hraðari en hún hefði verið án virkjunar. Jarðhitageymirinn endurnýjast ekki, nema að affallsvatni sé dælt aftur ofan í jarðhitageyminn, en slíkt er gert í tilraunaskyni og enn nokkuð óljóst hve mikið ...

Á vefsíðu Vísis og í Fréttablaðinu í gær þ. 3. janúar var viðtal við Jóhannes Gunnarsson formann Neytendasamtakanna vegna greinargerðar (sjá greinargerðina hér), sem Jóhannes vill meina að ekki hafi verið borin formlega undir né samþykkt af Neytendasamtökunum. Þar sem ég er aðili að umræddri greinargerð, sem fjallar um landnám erfðabreyttra lífvera að Reykjum í Ölfusi og mótmæli nokurra íbúa ...

Alltof mikið magn af þungmálminum kadmíum fannst í ellefu tegundum af áburði sem Skeljungur seldi í fyrra. Efnið getur verið krabbameinsvaldandi og hefur Matvælastofnun bannað sölu og dreifingu á áburðinum.

Matvælastofnun hefur á hverju ári eftirlit með áburði sem seldur er hér á landi. Í skýrslu um áburðareftirlit fyrir árið 2011 kemur fram að fjölmargar tegundir af áburði hafi innihaldið ...

03. janúar 2012

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld. Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík. Landvernd er þar á meðal. Dagskrá hefst kl. 15 við Grænavatn.

Farið verður með rútu frá skrifstofu Ferðafélags Íslands ...

03. janúar 2012

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

Starfshópnum var falið að gera tillögur um aukna ...

Þann 1. janúar sl. tók gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs.

Náttúran.is beinir þeirri spurningu til Matvælastofnunar, hvernig eftirliti og merkingum á matvörum með erfðabreyttu innihaldi skuli háttað og hvort að enn séu á markaði vörur sem ekki hafa verið merktar skv. hinni nýju reglugerð og ef svo er, hvenær stofnunin ...

Í gær tók loksins gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs, þ.e.a.s. hvað matvælin varðar. Upphaflega átti reglugerðin öll að taka gildi 1. september sl., en þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frestaði gildistöku matvælahlutans á síðustu stundu fram til 1. janúar 2012, að því er virðist vegna þrýstings frá Jóni Geraldi ...

03. janúar 2012

Veita forsetakosningar í vor græningjum tækifæri til að koma málstað umhverfisverndar á framfæri? Eiga græningjar að sameinast um forsetaframbjóðanda? Hverjar yrðu áherslur slíks frambjóðanda? Hver ætti þessi frambjóðandi að vera?

Um þetta verður rætt á opnum fundi í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 fimmtud. 5. janúar kl. 20:00. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Sjá nánar um atburðinn á ...

Náttúran.is býður upp á kennsluefni s.s. sérsniðin plaköt, mynd- og textaefni sem nýst getur til kennslu og upplýsingagjafar, utan vefsins. Plakötin geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum.

Einnig er hægt að fá kynningar til félaga, fyrirtækja, stofnana og skóla og er kynningin þá sérsniðin að áhugasviði eða þörfum hvers hóps fyrir sig. Vægt gjald ...

Það er einkennilegt að ræktun erfðabreytts byggs utandyra skuli vera leyfð á Íslandi, áður en að óyggjandi niðurstöður á umhverfisáhættu liggja fyrir. Því er einnig einkennilegt að hópur 37 vísindamanna landsins skuli vera algjörlega sannfærður um að lítil hætta sé á genaflæði frá erfðabreyttum byggplöntum til óbreyttra plantna eins og fóðurbyggs sem ræktað er víða á landinu. Hvernig geta þeir ...

Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré í ár, frekar en síðasliðin ár. Nokkur íþróttafélög bjóða upp á þá þjónustu að sækja jólatré gegn gjaldi. Hvorki mun Gámaþjónustan né Íslenska Gámafélagið hirða jólatré í ár heldur þetta árið

Í flestum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins verða jólatré hirt séu þau sett út fyrir lóðamörk. Hjálparsveit skáta og þjónustumiðstöðin í Garðabæ munu hirða jólatré þar. Þau ...

Efnisorð:


Grænar síður aðilar

Skilaboð: