Á Finnsstöðum er stundaður landbúnaður í anda vistræktar með kindur, geitur og hross sem og ræktun berjatrjáa og býflugnarækt sem fer af stað sumarið 2015. Þar eru í boði námskeið í hestvænni reiðkennslu ásamt ýmiskonar öðru óhefðbundnu námskeiðahaldi og fyrirlestrum s.s. kennslu í vistrækt, hómópatíu, náttúrunýtingu, handverki ofl. Þar eru einnig til sölu Benni´s Harmony reiðtygi og prufuhnakkar til láns.

Á Finnstöðum er einnig boðið uppá sölu gistinátta fyrir aðila á námskeiðum sem haldin eru þar eða tengt einkakennslu. Herbergi eða heilt gestahús eru leigð út í lengri eða skemmri tíma. Gisting í rúmum er fyrir allt að 8 manns, en hægt er að bæta við dýnum e. þörfum.

Aðgangur að eldunaraðstöðu í gestahúsi, sturtu og heitum potti. Internetaðgengi.

Opið allt árið


Sigríður Ævarsdóttir
http://inharmony.is/
harmony@inharmony.is
4371793
8636895
https://www.facebook.com/harmonyiceland


Finnsstaðir
701 Egilsstaðir

Á Græna kortinu:

Íslenski hesturinn

Íslenski hesturinn er smávaxinn en mjög þolinn. Hann hefur fimm gangtegundir: fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Hér kortleggjum við  aðila sem veita upplýsingar eða bjóða upp á hestaferðir.

Skilaboð: